Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um almannatryggingar og málefni aldraðra

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra.

Frumvarpið byggir á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgar sem byggir á sameiginlegum tillögum úr nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla annars vegar um búsetu og þjónustumál aldraðra og hins vegar um fyrirkomulag tekjutengingar bóta með hliðsjón af skerðingu bóta lífeyrisþega vegna tekjuöflunar þar sem jafnframt yrði þó horft til tekjujöfnunarhlutverks tekjutengingar bóta.

Búsetu og þjónustumál aldraðra

ASÍ telur löngu tímabært að fjármunum úr framkvæmdasjóði aldraðra verði varið eins og lög gera ráð fyrir og fagnar því að frumvarpið gefi fyrirheit um það.

 Elli- og örorkulífeyrir

ASÍ gagnrýnir harðlega þá mismunun sem kveðið er á um í 1. málsl. c-liðar 2. mgr. 10. greinar laganna um almannatryggingar. Það er algjörlega í andstöðu við hagsmuni þeirra sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum að gerður sé greinarmunur á atvinnutekjum og lífeyrissjóðsgreiðslum hvað varðar tekjutryggingarþátt lífeyris. ASÍ mótmælir því að frítekjumark gildi ekki um greiðslur úr lífeyrissjóðum eins og um atvinnutekjur.

Að öðru leiti telur ASÍ að frumvarpið feli í sér kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja en áréttar að móta þarf stefnu um kjör aldraðra og öryrkja og fara í gagngera endurskoðun á velferðarkerfinu með tilliti til almannatrygginga og skatta.

 

F.h. Alþýðusambands Íslands,

 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 
hagfræðingur