Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum

Reykjavík 4.7.2016
Tilvísun: 201606-0008

Efni: Frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. 787. mál.

Alþýðusambandið styður eindregið markmið frumvarpsins um reglusetningu og aðgerðir til að sporna gegn skattsvikum vegna eigna í lágskattaríkjum. Upplýsingar sem fram hafa komið undanfarið gefa vísbendingar um gríðarleg skattaundanskot vegna eigna í skattaskjólum. Stjórnvöldum ber með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að útvaldir hópar geti með slíkum leiðum komið sér hjá því að greiða réttmætan hlut til sameiginlegra sjóða landsmanna.


Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ