Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um Ábyrgðarsjóð launa

Reykjavík: 02.10.2014

Tilvísun: 201409-0021

Efni: Frumvarp til laga um Ábyrgðarsjóð launa, 105. mál

Frumvarp þetta er tilkomið vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í kjölfar dóms EB-dómstólsins í máli nr. C-435/10 til Íslenska ríkisins vegna skilyrðis í gildandi lögum um Ábyrgðarsjóð launa um virka atvinnuleit einstaklinga sem eru kröfuhafar Ábyrgðarsjóðs.

Frumvarp þetta er eingöngu til komið til að fella ofangreint skilyrði í burtu og felur ekki í sér að öðru leyti neina efnislega breytingu á réttarstöðu einstaklinga sem þurfa að lýsa kröfum sínum til Ábyrgðarsjóðs launa.

Haft var samráð við Alþýðusamband Íslands við vinnslu frumvarpsins í Velferðarráðuneytinu og tekið var tillit til þeirra sjónarmiða sem sett voru fram. Eru því engar efnislegar athugasemdir gerðar við frumvarp þetta.

Virðingarfyllst,
Halldór Oddsson. 
lögfræðingur hjá ASÍ