Stefna ASÍ

  • Forsíða
  • Stefna ASÍ
  • Umsagnir um þingmál
  • Frumvarp til laga breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins

Frumvarp til laga breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins

Efni: Umsögn um frumvarp til laga breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, 553. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, 553. mál.
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum sem heimila iðnaðarráðherra að fela Orkustofnun að veita leyfi til rannsókna og nýtingar auðlinda í jörðu og á hafsbotni. Yfirstjórn samkvæmt frumvarpinu mun áfram vera í höndum iðnaðarráðherra og stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar sæta kæru til hans. ASÍ leggst ekki gegn frumvarpinu en telur að þrátt fyrir þær breytingar sem það felur í sér eigi ekki að gefa út frekari nýtingarleyfi fyrr en búið er að
samþykkja á Alþingi rammaáætlun um nýtingu og verndun íslenskrar náttúru.

Þá kann að vera að sá kærufrestur sem frumvarpið kveður á um sé fullstuttur. Ætla má að það geti tekið meira en 30 daga fyrir hlutaðeigandi aðila að kynna sér ákvarðanir Orkustofnunar og undirbúa kæru til iðnaðarráðherra