Stefna ASÍ

Frumvarp til breytingar á lögum nr. 160/2008 um endurgreiðslur vegna gleraugnakaupa barna

Reykjavík 11.4.2017
Tilvísun: 201704-0020


Efni: Frumvarp til breytingar á lögum nr. 160/2008 um endurgreiðslur vegna gleraugnakaupa barna, 215. mál

Alþýðusamband Íslands styður markmið frumvarpsins um að auka greiðsluþátttöku ríkisins í gleraugnakostnaði barna. Mikilvægt er að reglugerð nr. 1155/2005 verði endurskoðuð sem fyrst enda hafa greiðslur ekki hækkað frá því reglugerðin tók gildi fyrir 12 árum.

Í 1. grein frumvarpsins er lagt til að Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga verði falið með lögum að sjá um umsýslu vegna þátttöku ríkisins í kostnaði við gleraugnakaup barna. ASÍ telur það ekki samrýmast hlutverki stofnunarinnar og telur eðlilega að Sjúkratryggingum Íslands verði falið það hlutverk.


Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ