Stefna ASÍ

Frumvarp til breytinga á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna

Reykjavík, 6. maí 2008

Tilvísun: 200804-0044

 

 

Br. á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna 545. mál

Umsögn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um frumvarp til laga um br. á lögum um lánasjóð íslenskra námsmanna. Lagt fyrir 135. löggjafarþing 2007-2008.

Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Það er skoðun ASÍ að þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu séu nauðsynlegar forsendur þess að Ísland uppfylli skyldur sínar skv. samningnum um evrópska efnahagssvæðið á þessu sviði.

Í ljósi framanritaðs leggur Alþýðusamband Íslands til að frumvarpið verði samþykkt.

Virðingarfyllst

Halldór Grönvold

aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ