Stefna ASÍ

Frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum

Á bak við frumvarp þetta liggur umfangsmikil og vönduð vinna og virðist frumvarpið í öllum aðalatriðum vera til bóta. Ein athugasemd er þó gerð. Mansal og vændi er sorglegt birtingarform mannlegrar þjáningar. Í frumvarpinu er réttilega haldið áfram á þeirri braut að halda því refsinæmu að þriðji aðili hagnist fjárhagslega á slíku athæfi. Hins vegar er sú leið ekki gengin á enda og ekki mælt fyrir um refsinæmi þess að kaupa vændi. ASÍ mælir mjög eindregið með því að svo verði gert enda skiptir engu máli hvort sá sem hagnast af vændi nýtur þess hagnaðar í formi fjármuna eða annarra gæða sem hann metur nokkurs virði, þ.m.t. útrásar hvata sinna og langana á líkama og sál annarrar manneskju.

Virðingarfyllst,

F.h. Alþýðusambands Íslands,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ