Stefna ASÍ

  • Forsíða
  • Stefna ASÍ
  • Umsagnir um þingmál
  • Frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (upptaka, hryðjuverk, skipulögð brotastarfsemi, og peningaþvætti)

Frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (upptaka, hryðjuverk, skipulögð brotastarfsemi, og peningaþvætti)

Efni: Umsögn um frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (upptaka, hryðjuverk, skipulögð brotastarfsemi, og peningaþvætti). ( Mál nr. 33 )

 

Alþýðusamband Íslands gerir ekki athugasemdir við frumvarpið eða einstakar greinar þess.

ASÍ styður það eindregið að ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verði löguð að mikilvægum alþjóðlegum skuldbindingum er varða baráttu gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi (Palermó-samningurinn), um að koma í veg fyrir, berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, einkum konur og börn.

ASÍ styður einnig að með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði nauðsynlegar ráðstafanir til að hægt verði að fullgilda Evrópuráðssamning um varnir gegn hryðjuverkum og Evrópuráðssamning um aðgerðir gegn mansali.

Þá telur Alþýðusamband Íslands afar jákvætt skref stigið með frumvarpinu þar sem lagt er til að hart verði tekið á spillingu og peningaþvætti með upptöku eigna og fleiri úrræðum er fram komu í matskýrslum GRECO (Group of States Against Corruption) og FATF (Financial Action Task Force).