Stefna ASÍ

Frumvarp til almennra hegningarlaga (öryggisráðstafanir o.fl.)

Reykjavík: 12.02.2013
Tilvísun: 201301-0043
 
 
 
Efni: Frumvarp til almennra hegningarlaga (öryggisráðstafanir o.fl.), 420. mál.
 
Alþýðusamband Íslands fagnar því að ákvæði almennra hegningarlaga um öryggisráðstafanir fyrir ósakhæfa einstaklinga og alvarlega veika afbrotamenn hafi verið tekin til endurskoðunar. Vert er að hafa í huga að meðferð samfélaga á sínum veikustu einstaklingum er ágætis mælikvarði á því félagslega réttlæti sem þar ríkir.
 
Alþýðusamband Íslands gerir engar efnislegar athugasemdir við efni frumvarpsins en vill skora á þingnefnd að tryggja það að breytingarnar verði unnar í samráði við fagfólk í geðheilbrigðismálum. 
 
 
Virðingarfyllst, 
Halldór Oddsson  
lögfræðingur hjá ASÍ