Mansal á Íslandi - námskeið um málefni tengd mansali

Stórhöfða

Helstu sérfræðingar landsins í mansalsmálum fara yfir hina formlegu umgjörð mansalsmála hér á landi. Hvað er mansal, hvernig getur það birst hér á landi og hvaða mál hafa komið upp síðustu ár og áratugi.

Farið verður yfir viðbrögð stjórnvalda og félagsamtaka við mansalsmálum, hvað ber að forðast og hvernig er nauðsynlegt að bregðast við.

Námskeiðið verður haldið 21. september kl. 09:00 - 14:00 í Húsi Fagfélaganna að Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. Námskeiðið kostar 9.900 kr. 
Smelltu hér til að skrá þig. 

Dagskrá - Mansal á Íslandi - 21. september 2023

9:00

Kynning á dagskrá og deginum

9:30

Drífa Snædal talskona Stígamóta: Skilgreiningar á mansali, mansal í heiminum og hér á landi, ólíkar birtingamyndir mansals.

10:00

Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands: Alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í mansalsmálum og lagaramminn hér heima.

10:30

Alda Hrönn Jóhannsdóttir: Yfirferð yfir mansalsmál á Íslandi síðustu árin, rannsókn þeirra fjöldi og árangur í saksókn

11:30

Umræður og fyrirspurnir

12:00

Hádegishlé

12:30

Saga Kjartansdóttir: Mansal á vinnumarkaði, starfsmannaleigur og keðjuábyrgð, ábyrgð stéttarfélaga og birtingamyndir einstakra mála.

13:00

Jenný Kristín Valberg: Hlutverk Bjarkarhlíðar og mansalsteymisins á Íslandi og árangur síðustu ár.

13:30

Umræður og fyrirspurnir

14:00

Lok námskeiðs