45. þing ASÍ

Hótel Nordica

45. þing Alþýðusambands Íslands verður haldið á Hótel Nordica, dagana 10.-12. október 2022. Æðsta vald í málefnum ASÍ er í höndum þinga ASÍ sem haldin eru á tveggja ára fresti. Hvert aðildarfélag á rétt á að senda a.m.k. einn fulltrúa á þing sambandsins. Á þingin mæta þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun og velja þeim forystu.

Nánari upplýsingar um þingið og dagskrá er að finna á þingvef 45. þings ASÍ.