Starfsfólk Einingar-Iðju heimsækir skrifstofu ASÍ

Föstudaginn 13. apríl og laugardaginn 14. apríl verður starfsfólk Einingar-Iðju í starfsmannaferð í borginni en ferðin er sambland af fróðleik og skemmtun. Hópurinn fær m.a. fræðslu hjá ASÍ auk þess að heimsækja Eflingu og Virk eins og sjá má á meðfylgjandi dagskrá. Þessu framtaki Einingar-Iðju ber að fagna og rétt að hvetja önnur stéttarfélög til að feta í fótspor Norðanmanna.

13. apríl

08:30 Morgunmatur og kynning á starfsfólki ASÍ og Einingar - Iðju
09:30 ASÍ í sögulegu samhengi – Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
10:15 Kaffi
10:30 Erindi um Persónuvernd – Leifur Valentín Gunnarsson lögfræðingur hjá Eflingu
11:30 Erindi um Neytendamál – Halldór Oddsson lögfræðingu ASÍ
12:30 Hádegismatur
13:00 Heimsókn til Eflingar – Sigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar tekur á móti hópnum
14:00 Heimsókn til Virk - Eysteinn Eyjólfsson tekur á móti hópnum
15:00 Kaffi ASÍ
15:30 Pub quiz – Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ og Róbert Farestveit hagfræðingur hjá ASÍ

14. apríl

10:00 Morgunkaffi
10:15 Samskipti – Sigurlaug Gröndal starfsmaður Félagsmálaskólans
11:00 Hópefli – Sigurlaug Gröndal
12:00 Heimferð