Málþing um félagsaðild, félagssvæði og samningssvið

Skipulags- og starfsháttanefnd ASÍ boðar til málþings um félagsaðild, félagssvæði og samningssvið þann 22. maí 2017.

Staðsetning og kostnaður: Salur Rafiðnaðarsambandsins að Stórhöfða 31, Reykjavík. Gengið inn að neðanverðu. Félög og sambönd bera sjálf ferða- og dvalarkostnað þeirra fulltrúa sem sendir eru.

Þátttakendur: Formenn aðildarfélaga og sambanda innan ASÍ. Tveir frá hverju félagi, formaður og annar að þeirra vali og formenn sambanda.

Skráning: Skráningu skal lokið fyrir 15.5 2017. Skráningu annast Ásta Andrésdóttir asta@asi.is og Sif Ólafsdóttir sif@asi.is. Einnig er hægt að skrá sig í síma 5355600 eða eða.

Markmið: Þeir hnökrar sem komu upp við framkvæmd verkfalla SGS á árinu 2015 og verkfalls sjómanna 2016 gefa tilefni til þess að hreyfingin líti inn á við. Fara þarf yfir hvernig samskiptum sé best háttað milli félaga og sambanda, m.t.t. félagsaðildar, félagssvæða og samningssviða. Þá þarf að skoða hvernig best sé að nálgast kjarasamninga vegna nýrra atvinnugreina og einnig eldri atvinnugreina sem geta tekið miklum breytingum á skömmum tíma.

Umræða um hvernig:

 • Tryggja megi að verkföll séu framkvæmd á skilvirkan hátt.
 • Tryggja megi betur að atvinnurekendur, innan og utan samtaka atvinnurekenda, virði þá kjarasamninga sem þeir eru bundnir af varðandi rétt skil iðgjalda til þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga.
 • Best verði stuðlað að því að tryggja að verkalýðsfélögin nái með kjarasamningum til nýrra starfs- og atvinnugreina.
 • Best verði stuðlað að því að verkalýðsfélögin nái til atvinnurekenda utan samtaka atvinnurekenda sem ekki eru aðilar að kjarasamningum.

Skipulags- og starfsháttanefnd telur betur fara að taka þessa umræðu í tvennu lagi og byrja á fyrstu tveimur viðfangsefnunum.

Umræður og niðurstöður málþingsins skapa grunn að vinnu og undirbúningi umræðu og ákvarðanatöku á vettvangi ASÍ (formannafundur haustið 2017, þing 2018). Hvort og þá hvernig megi bæta framkvæmd á lögum og skipulagi ASÍ m.a. hvað varðar samtarfssamninga, ákvæði laganna um gerðardóma, hvort aðkoma að gera kjarasamninga þarfnist breytinga og loks hvernig koma megi í veg fyrir að einstakir atvinnurekendur ráði því til hvaða stéttarfélaga er greitt. 

 

Dagskrá

10:00 Skráning

10:30 Setning

 • Björn Snæbjörnsson, formaður Skipulags- og starfsháttanefndar.

10:40 Verkföll aðildarfélaga – reynsla og áskoranir SGS 2015

 • Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS
 • Bergþóra Ingólfsdóttir, hæstaréttarlögmaður

11:15 Verkföll aðildarfélaga – reynsla og áskoranir SSÍ

 • Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ
 • Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri SSÍ

11:50 Flækjustig og hættur

 • Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ.

12:30  Matarhlé

13:00  Hópavinna

 • 13:00–13:45 Hvernig getum við minnkað eða komið í veg fyrir að skörun á milli stéttarfélaga hafi áhrif á samningastöðu þeirra og framkvæmd verkfalla?
 • 13:45–14:30 Hvernig tryggjum við betur að atvinnurekendur, innan og utan samtaka atvinnurekenda, virði þá kjarasamninga sem þeir eru bundnir af varðandi rétt skil iðgjalda til þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga?

14:30  Kaffi

14:45  Hópavinna

 • 14:45–15:30 Hvernig er best að haga samskiptum félaga m.a. varðandi skil iðgjalda og færslu réttinda milli félagslegra sjóða (sjúkra-,orlofs- og menntasjóða)?

15:40  Niðurstöður hópavinnu

 • Borðstjórar gera grein fyrir niðurstöðum

16:00  Slit málþings

 • Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
 • Björn Snæbjörnsson, formaður Skipulags- og starfsháttanefndar