Launavísitalan hækkaði um 0,9% í apríl

Launavísitalan hækkaði um 0,9% í apríl. Síðustu tólf mánuði hefur hún hækkað um 8,2%. Á sama tímabili var verðbólgan um 11,8%. Þetta þýðir að kaupmáttur hefur að meðaltali dregist saman um 3,2% á einu ári. Ástæðan fyrir þessari þróun er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist mjög mikið síðustu mánuði, þ.e. neysluverðsvísitalan hefur hækkað.

Ljóst er að verðbólgan hefur haldið áfram að aukast í maí þannig að líklegt er að ársbreyting kaupmáttar mælist einnig neikvæð í næsta mánuði. Þetta er talsvert áhyggjuefni þar sem heimilin í landinu hafa safnað upp miklum skuldum síðustu ár og eiga mörg hver á hættu að lenda í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum ef tekjur dragast saman.

Yfirlit kjarasamninga

Felst stéttarfélög á almennum vinnumarkaði skrifuðu undir kjarasamninga í febrúar sl. Í þeim var lögð áhersla áhækkun kauptaxta og launa þeirra sem setið hafa eftir í launaskriði undanfarinna missera. Forsenda samninganna er að kaupmáttur launa haldist eða aukist og að verðbólga fari lækkandi. Samkvæmt seinni forsendunni þarfverðbólga að vera lægri en 5,5% í desember 2008 og árshraði hennarfrá ágúst 2008 til janúar 2009 að vera innan við 3,8%. Í febrúar á næsta ári verður farið yfir hvort þessar forsendur hafi staðist. Ef svo er þá framlengjast samningarnir til nóvemberloka 2010.Bresti forsendurnar geta aðilar samið um viðbrögð (og þar með um framlengingu samninganna) eða samningarnir verða lausir frá 1. mars 2009.

Í gær, 26. maí, var gengið frá kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Samningurinn er til 11 mánaða eða til loka mars 2009. Í samningnum er m.a. kveðið á um að launataxtar hækki um 20.300 kr. frá og með 1. maí sl. en frá sama tíma tekur einnig gildi ný launatafla. Í gær var einnig gengið frá samningi aðildarfélaga BSRB sem áttu lausa samninga við ríkið.

Kjarasamningar margra annarra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir nú í vor og starfsmanna sveitarfélaga í haust.

Prentvæn útgáfa

Tengdar fréttir
Tengdar tölfræðiupplýsingar

Tengdar fréttir