Lággjaldaflugfélag breytir um stefnu

Lággjaldaflugfélagið Ryanair sem staðfastlega hefur neitað að gera kjarasamninga við starfsmenn sína, líkt og Primera Air Nordic hér á landi, breytir um stefnu og vill ganga til kjarasamninga. Það kemur m.a. í kjölfar boðaðra verkfalla og félagslegra aðgerða danska Alþýðusambandsins og dóma Evrópudómstólsins sem staðfesta að rekstrarmódel byggt á félagslegum undirboðum og gerviverktöku eru ólöglegt samfélagslegt mein.

Flugfreyjufélag Íslands í samvinnu við ASÍ hefur undanfarið staðið í baráttu við Primera Air Nordic hér á landi og samþykkti stjórn og trúnaðarráð félagsins að hefja undirbúning að nýjum verkfallsaðgerðum gegn félaginu á fundi sínum í í gær.

Samþykktina má lesa hér.