Atvinnumál á krepputímum - fundarboð

Atvinnumálanefnd ASÍ stendur fyrir opnum fundi um atvinnumál á krepputímum, miðvikudaginn 13. janúar, kl. 10:00-15:00 að Sætúni 1 Reykjavík - fundarsal Eflingar 4. hæð. Farið verður yfir reynsluna af núverandi vinnumarkaðsaðgerðum, hvað hefur tekist vel og hvað má betur fara. Einnig verður horft til framtíðar á þau tækifæri sem þar bíða. Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa.

Dagskrá:

10:00

Fundur settur

 

 

 

Skýrslur um atvinnu-ástand

 

 

 

 

Fulltrúar ASÍ í vinnumarkaðsráðum miðla hver til annars upplýsingum: Staða og horfur í atvinnumálum, reynslan af núverandi vinnumarkaðsaðgerðum, hvað hefur tekist vel, hvað má betur fara, reynslan af starfsemi vinnumarkaðsráðanna ...

 

... viðbrögð annarra fundarmanna við því sem fram kemur hjá fulltrúunum í vinnumarkaðsráðunum.

 

 

 

 

12:15-12:45

Matur

 

Erindi

 

Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Vinnumálastofnunar:

            Atvinnuleysi: Staða, horfur, stefna

 

Arnar Guðmundsson, stýrihópi 20/20 Sóknaráætlun:

            Sóknaráætlun 20/20 - Hvað vinnst með samþættingu áætlana?

 

Hjalti Páll Ingólfsson, verkefnastjóri Öndvegisseturs í jarðhitarannsóknum:

            Hreina orkan, mannauðurinn og græna hagkerfið

 

Ágúst Ingþórsson, forstöðumaður Rannsóknaþjónustu HÍ:

            Uppbyggingarsjóðir ESB: Atvinnuþróun, mannauður, nýsköpun

 

... opnar umræður með þátttöku framsögumanna

 

15:00

Fundi slitið

 

 

 

Opnir fundir Atvinnumálanefndar ASÍ eru venjulegir nefndarfundir – nema hvað þeir eru opnir öllum þeim sem áhuga kunna að hafa. Tilgangurinn er að kynna störf nefndarinnar fyrir þeim sem starfa að atvinnutengdum málum innan hreyfingarinnar. Markhópurinn nær m.a. til miðstjórnar ASÍ, formanna aðildarsamtaka ASÍ, fulltrúa í málefnanefndum ASÍ, fulltrúa ASÍ í Vísinda- og tækniráði, Nýsköpunarsjóði, Nýsköpunarmiðstöð og í vinnumarkaðsráðunum.