Allt um nýjan kjarasamning

Stéttarfélög á almennum vinnumarkaði undirrituðu 21. desember sl. nýjan kjarasamning sem hefur að markmiði að auka kaupmátt, hækka lægstu laun umfram önnur laun, tryggja lága verðbólgu og undirbyggja stöðugleika. Þessi kjarasamningur eru mikilvægt skref í þessa  átt, þar sem tekist hefur að tryggja helstu markmiðin. Nýi kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember 2014.

Helstu atriði nýs kjarasamnings
 
Kaupliðir
 
Almenn launahækkun
Hinn 1. janúar 2014 skulu laun hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.
 
Sérstök hækkun kauptaxta
Í stað áður gildandi kauptaxta komi nýir sem eru hluti samninga viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ. Launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um 1.750 kr. Kauptaxtar gilda frá 1. janúar 2014.
 
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skv. kjarasamningum viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ skulu vera kr. 214.000 frá 1. janúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.
 
Desember- og orlofsuppbót
Desemberuppbót  miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 53.600 (VR/LÍV 60.900).
Orlofsuppbót (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 29.500 (VR/LÍV 22.200).
 
Framlög til fræðslu- og starfsmenntasjóða hækka um 0,1%.
 
Ítarlegri samantekt, þ.á.m. töflu yfir launahækkanir og skattalækkanir 1. janúar 2014 má sjá hér.
 
 
NÁNAR:
 
Kjarasamning aðildarsamtaka ASÍ og SA má lesa í heild sinni hér.
 
Yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar (fjármálaráðherra) í tengslum við gerð kjarasamninganna má sjá hér
 
Minnisblað forsætisráðherra frá 15.11 2013 í tengslum við gerð kjarasamninga má sjá hér.
 
Félags- og menntamál í kjarasamningnum má sjá hér.
 
 
The new collective agreement (short version).
 
 
Svar forseta ASÍ við gagnrýni á nýja kjarasamninginn má sjá hér.
 
Grein Gylfa Arnbjörnssonar um áhrif mismunandi leiða í kjarabaráttu má lesa hér.