Fræðsla

Fræðsla í framhaldsskólum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði

Starfsmenn Alþýðusambandsins standa fyrir kynningum um vinnumarkaðinn í framhaldsskólum landsins. Helstu atriði sem farið er í eru réttindi og skyldur á vinnumarkaði, gildi þess að vera í stéttarfélagi, lestur launaseðla, kjarasamningar o.fl.

Þá hefur ASÍ látið gera stutt fræðslumyndbönd sem við köllum Okkar réttur (fjalla um jafnaðarkaup, vinnutíma, orlof, veikindi, ráðningarsamning, launaseðil og starfslok) þau má sjá hér.