Fræðsla

Genfarskólinn

Genfarskólinn er félagsmálaskóli á vegum norrænu verkalýðshreyfingarinnar sem hefur það hlutverk að kynna starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar - ILO og árlegt vinnumálaþing sem haldið er í Genf í Sviss.  Aðild að Genfarskólanum eiga MFA samböndin í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi.

Árlega stunda um 35 nemendur nám við skólann. Genfarskólinn er ætlaður félagsmönnum innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB sem eru talsmenn verkalýðshreyfingarinnar þ.e. kjörnir fulltrúar eða starfsmenn. Íslenskir þátttakendur eru tveir á hverju ári, einn frá ASÍ og annar frá BSRB. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaga og samtaka þeirra á Íslandi. 

Genfarskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1931. Fyrsti íslenski nemandinn var Oddný Guðmundsdóttir kennari árið 1936. Það var ekki fyrr en árið 1972 sem þátttaka Íslendinga varð regluleg og hafa fulltrúar frá ASÍ og BSRB tekið þátt án undantekninga frá þeim tíma.

Heimasíða Genfarskólans