Fræðsla

Fræðsla um lífeyrismál

Undirbúningsnámskeið fyrir stjórnarmenn lífeyrissjóða vegna hæfismats FME

Fjármálaeftirlitið hefur undanfarin ár metið hæfi stjórnarmanna lífeyrissjóða með hliðsjón af lagaákvæði frá árinu 2008 sem kveður á um að stjórnarmenn lífeyrissjóða skuli búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt. FME hóf mat á hæfi stjórnarmanna lífeyrissjóða samkvæmt nýju verklagi um mitt ár 2011 og hafa stjórnarmenn lífeyrissjóða verið kallaðir til viðtals við þriggja manna ráðgjafanefnd FME sem ætlað er að meta faglegt hæfi þessara aðila.  Síðan árið 2011 hefur Félagsmálaskólinn haldið námskeið í samstarfi við LL og SA, fyrir stjórnarmenn lífeyrissjóða. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að undirbúa stjórnarmenn í lífeyrissjóðum undir þá þætti í starfsemi lífeyrissjóðanna sem FME hefur tekið mið af í mati sínu.

Yfirlitsnámskeið um lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða

Námskeiðið er tveggja daga yfirlitsnámskeið um íslenska lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða. Farið er yfir helstu þætti er snerta hlutverk og starfsumhverfi þeirra, fjallað um  réttindakerfið, lagaumhverfi sjóðanna, eignir og fjárfestingarheimildir auk þess sem rætt er um hlutverk stjórnarmanna og hæfi þeirra.  Námskeiðið er góður inngangur fyrir þá sem vilja kynna sér málaflokkinn og gagnast vel þeim sem áhuga hafa á stjórnarstörfum í lífeyrissjóðunum, tilvonandi stjórnarmönnum, starfsmönnum lífeyrissjóða, fulltrúaráðum lífeyrissjóða, starfs- og stjórnarmönnum stéttarfélaga, fulltrúum í lífeyrisnefndum félaga og öðrum þeim sem hafa áhuga á málefninu.