Um ASÍ

Viðburðir

Málþing um félagsaðild, félagssvæði og samningssvið

Dagsetning: 22. maí
Tímasetning: 10:30
Staðsetning: Húsnæði Rafiðnaðarskólans við Stórhöfða í Reykjavík

Málþing um félagsaðild, félagssvæði og samningssvið

Skipulags- og starfsháttanefnd ASÍ gengst fyrir eins dags málþingi um félagsaðild, félagssvæði og samningssvið þann 22.5 2017 í húsnæði Rafiðnaðarskólans við Stórhöfða í Reykjavík. Formenn aðildarfélaga og sambanda innan ASÍ eiga rétt á að sitja málþingið.

Drög að dagskrá:

10:00 Skráning
10:30 Opnun málþings
10:40 Verkföll aðildarfélaga – reynsla og áskoranir SGS 2015
11:15 Verkföll aðildarfélaga – reynsla og áskoranir SSÍ
11:50 Flækjustig og hættur
12:30 Matarhlé
13:00 Hópavinna
14:30 Kaffi
14:45 Hópavinna
15:40 Niðurstöður hópavinnu
16:00 Slit málþings