Um ASÍ

Aðildarviðræður að ESB

Í samræmi við ályktun Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB) sem samþykkt var á Alþingi 16. júlí 2009 hefur utanríkisráðherra ákveðið að skipa 10 samningahópa sem munu fara í aðildarviðræður við ESB í byrjun árs 2010 en gera má ráð fyrir því að viðræðurnar standi eitthvað fram á árið 2011.  Alþýðusamband Íslands á fulltrúa í 9 af þessum hópum.  Á þessu vefsvæði verður fylgst með framgangi viðræðnanna og þá sérstaklega að þeim þáttum sem snúa að launafólki og vinnumarkaðnum.